Karellen
news

Heimsókn 1.bekkjar

25. 05. 2020

Í morgun komu nemendur 1.bekkjar í heimsókn með kennurunum sínum. Heimsóknin er liður í samstarfi skólanna í sveitarfélaginu þar sem markmiðið er að elstu nemendur leikskólans fái kynningu á nýju skólastigi og að yngstu nemendur grunnskólans komi í heimsókn á sinn gamla vinnustað. Heimsókn sem þessi er líka mikilvæg til að efla samskipti og samstarf kennaranna.

Í morgun léku hóparnir sér á útisvæði. Þar var búin til húsbíll úr útikubbum, bakaðar kökur í sandkassa, rólað, vegað og rennt. Frábær dagur og í lokin gæddu sér allir á grilluðum pylsum.

© 2016 - 2024 Karellen