news

Heilsuleikskólinn Suðurvellir 30 ára

06. 10. 2021

Laugardaginn 9.október á leikskólinn okkar 30 ára afmæli. Af því tilefni ætlum við að gera okkur glaða daga í afmælisvikunni. Við byrjum með því að kór elstu barnanna fer og syngur fyrir starfsfólk bæjarskrifstofunnar kl 10 í dag. Á morgun fimmtudag ætlum við svo að hafa skemmtilega afmælissöngstund í sal og svo verður boðið upp á köku í síðdegishressingunni. Börnin hafa verið að vinna myndverk um leikskólann okkar og verða þau til sýnis næstu daga.

© 2016 - 2021 Karellen