news

Dagur læsis

10. 09. 2021

8. september ár hvert er dagur læsis haldinn hátíðlegur. Hér í leikskólanum er lestur hluti af daglegu starfi og lesið oft á dag fjölbreyttar bækur. Að lesa fyrir börn er mikilvægt fyrir nám þeirra í framtiðinni því með lestri eykst málskilningur sem er undirstaða lesskilnings. Við viljum því hvetja foreldra til að vera í lestrarliðinu með okkur og nota hvert tækifæri til að lesa fyrir börnin. Lestrarstund er líka yndisleg samvera sem styrkir böndin milli foreldris og barns.

© 2016 - 2021 Karellen