Karellen


Foreldrafélag er starfandi við leikskólann Suðurvelli og eru félagar þess foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum. Stjórn foreldrafélagsins er hins vegar skipuð 5 foreldrum og 1 áheyrnarfulltrúa leikskólans.

Markmið foreldrafélagsins er að tryggja velferð barnanna sem best með því að efla tengsl og samvinnu foreldra og starfsfólks og efla tengsl milli foreldra.

Verkefni foreldrafélagsins eru margvísleg og hefur félagið boðið uppá ýmsar uppákomur s.s. jólaleikrit, skemmtiatriði á Suðurvalladaginn, myndatöku fyrir útskriftarbörn og sveitaferð svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur félagið styrkt leikskólann með kaupum á kennslugögnum og leikföngum.

Það er hagur hvers leikskóla að hafa öflugt og virkt foreldrafélag og eru foreldrar því hvattir til að taka virkan þátt í starfi foreldrafélagsins.

Hafi foreldrar einhverjar ábendingar eða athugasemdir má senda slíkt á netföng stjórnarmeðlima.

Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2021-2022


Elísa Fönn Grétarsdóttir skoli.leik@gmail.com

Petra Ruth Rúnarsdóttir petraruth3@gmail.com

Bríet Sunna Valdemarsdóttir brietsunna@gmail.com




© 2016 - 2024 Karellen