Karellen

Starfsreglur foreldrafélags Suðurvalla

1.gr. Félagið heitir "Foreldrafélag Suðurvalla" og eru félagar allir foreldrar og forráðamenn barna á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum.

2.gr. Markmið félagsins er að tryggja sem best velferð barnanna á leikskólanum með því að:

  • Efla tengsl og auka samvinnu milli foreldra og starfsfólks.
  • Efla tengsl og samvinnu milli foreldra
  • Skipuleggja og greiða skemmtanir fyrir börn og foreldra

3.gr.Í stjórn félagsins skulu vera amk. 4 fulltrúar auk aðstoðarskólastjóra sem er tengiliður leikskólans. Miðað er við að hver fulltrúi sitji í stjórn eigi skemur en 2 ár.

4.gr. Kosning til stjórnar foreldrafélagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins í september.

5.gr. Á fyrsta fundi vetrar skal stjórn skipta með sér verkum. Skipa skal formann, gjaldera, ritara og meðsjórnendur.

6.gr. Starfstímabil félagsins er leikskóalarárið frá semptember til semtember ár hvert. Á aðalfundi félagsins í september gerir stjórn upp árangur liðins árs og fer yfir skýrslu stjórnar.

7.gr. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi og sér gjaldkeri félagsins sér um að innheimta félagsgjaldið.

Gjaldið rennur óskipt í sjóð sem stendur straum af kostnaði við starfsemi félagsins s.s leiksýningar, jólagjafir fyrir börnin, skemmtiatriði á Suðurvalladaginn, sveitaferð ofl.

8.gr. Rekstarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við markmið félagsins. Má þar nefna til kaupa á leikföngum eða kennslu gögnum fyrir leikskólann, leiksýninga fyrir börnin eða fjárstyrk vegna námskeiðahalds/fyrirlesturs fyrir starfsfólk og eða foreldra.

9.gr. Aðalfund skal halda að hausti og skal boða til hans með auglýsingu með minnst viku fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:

  • Skýrsla stjórnar foreldrafélagsins um starfsemi félagsins
  • Ársreikningur
  • Breytingar á starfsreglum
  • Önnur mál

Á kynningarfundi leikskólans í september er skýrsla stjórnar og ársreikningur lagður fram fyrir foreldra og ný stjórn kosin.

10.gr. Stjórn félagsins kemur saman svo oft sem þurfa þykir.

11.gr. Breytingar á starfsreglum ná aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði á aðalfundi félagsins.

Samþykkt á aðlafundi 25. september 2018

© 2016 - 2024 Karellen