news

Skólabyrjun

21. 08. 2019

Komi þið sæl og vonandi höfðu þið það gott í sumarfríinu og gott að sjá ykkur öll ,bæði börn sem komu af Lágabjalla og einnig þau sem voru fyrir, ein nýr strákur byrjaði hjá okkur og heitir hann Mikael Þór og bjóðum við hann velkominn til okkar. Skólastarfið er að komast í réttar skorður og byrjar hópastarfið á fullu 2 .september . Einnig erum við að taka í notkun nýtt dagskipulag og biðjum við ykkur um að kynna ykkur það vel. Við erum búin að vera mikið úti að leika í góða veðrinu svona fyrstu vikurnar . Framundan hjá okkur er íþróttadagur 29. águst og pöntum við gott veður þann dag. Kv Lyngbjallla starfsmenn .