news

Nóvember fréttir

18. 11. 2019

Komið þið nú sæl héðan af Lyngballa er allt gott að frétta .Foreldraviðtölin gengu vel og þakka ég fyrir komuna í þau og takk fyrir að eiga svona flotta krakka . Fyrsti snjórinn kom um helgina og fór hluti af deildinni í vettfangsferð í dag að leika í honum. Einnig eru börnin á fullu að gera jólagjafir fyrir foreldrana og gengur það vel. Foreldraverkefnin ganga vel og er mjög gaman að sjá alla taka þátt, en í desember töku við frí í foreldraverkefnunum L.A.L og byrjum á fullu í febrúar aftur. Nóg er framundan í desember hjá okkur, foreldramorgunverðurinn er 3. desember og vonandi eigum við yndislega stund þá saman . Einnig er piparkökubakstur ,leiksýning og litlu jólin hjá börnunum framundan ef eitthvað er nefnt . En vonandi hafi þið það gott í dag eins og alla daga. kv Helga Rut og starfsmenn lyngballa.