news

Febrúar fréttir

17. 02. 2020

Héðan af Lyngbjalla er allt gott að frétta, við erum dugleg að leika og vera úti í allskonar veðri , foreldraverkefnin í Leikur að læra eru byrjuð á fullu aftur eftir frí og er alltaf gaman með foreldrum á morgnana , einnig erum við líka dugleg í Lubba að læra táknin, hljóðin og stafina . Nýr starfsmaður byrjaði hjá okkur og heitir hún Guðrún Bóel og vil hún láta kalla sig Bóel og er hún með vinnutímann 8.30-16.30 og bjóðum við hana velkomna í starfsmannahópinn okkar. Ýmsar breytingar hafa verið á í hópum barna ykkar , Bóel tekur nú við græna hóp með Fanney og Helga tekur við Bláa hóp með Lenu .Einnig hafa börn ykkar færst á milli hópa og vona ég að allir séu sáttir við það. Það sem framundan er Mömmu og ömmu dagur á fimmtudaginn 20 . feb kl 14.00 til 15,30 og þá er í boði kaffi og brauð í síðdegishressingu og leikur inn á deild og vonandi sjáum við sem flestar ömmur og mömmur koma og eiga góða stund með börnum sínum. Hann Maxí mús músíkrús kom til okkar í morgun með aðstoðarkonu með sér sem las fyrir okkur sögu og sýndi okkur nokkur hljóðfæri úr sögunni , var það mjög gaman og skemmtu börnin sér vel. Kveðja Lyngbjallakonur