Karellen
news

​Viðburðarrík vika

05. 10. 2018

Það var margt að gerast hjá okkur þessa vikuna, en hápunkturinn var þegar guli hópur fékk að fara í rútuferð alla leið til Reykjavíkur.Þangað fór hópurinn til að fara á sýningu í Hörpunni hjá sjálfri simfóníuhljómsveit Íslands. Drekinn innra með mér eru tónleikar þar sem unnið er með tilfinningar; hvernig við lærum að þekkja þær og skilja og hvernig getum við brugðist við þeim. Allir skemmtu sér konuglega og nú bíðum við bara eftir því að sagan og tónlistin komi út á geisladisk svo við getum hlustað aftur og aftur og rifjað upp söguna.

Í vettvangsferð græna hóps á miðvikudaginn fórum við að skoða fuglana sem voru þó nokkuð margir í þetta skiptið. Við fundum líka talsvert af rusli sem við settum í poka og létum í ruslatunnur. Myndin hér að neðan er raunar tekin í vettvangsferð vikunnar á undan en þar staldrar hópurinn við á bekk og virðir fyrir sér útsýnið yfir tjörnina okkar.

Græni hópur hefur verið að prófa sig áfram í tölustöfunum og bókstöfunum með því að nota aðferðir Leikur að læra.

Auk hefðbundins hópastarfs fyrri hluta dags höfum við á Háabjalla verði að nýta síðari hluta dags í ýmislegt skemmtilegt, s.s.Lubba stundir, sögnstundir, sögustundir og ýmsa leiki fyrir þá sem vilja.Eins og fram kom í síðast pistli þá er Lubbi gríðarlega vinsæll og ef eitt barn brestur í söng þá líður ekki á löngu þar til fleiri börn taka undir.


© 2016 - 2024 Karellen