Karellen
news

Leikur að læra

29. 10. 2019

Á mánudögum og fimmtudögum eftir síðdesgishressingu förum við á Háabjalla í litlum hópum í íþróttasalinn og gerum ýmiskonar skemmtileg verkefni saman. Síðastliðinn mánudag vorum við t.d. að læra um tölustafina, að telja, skrifa og einnig eitthvað sem er mjög mikilvægt að kunna, að muna.

Hvert barn fékk tening, spjald með tölustöfunum og tússpenna. Fyrst var teningnum kastað og talan sem upp kom var lögð á minnið. Því næst þurfti að ferðast með fyrirfram ákveðnum ferðamáta (t.d. labba eins og kónguló, bjarndýr eða fara kollnhýs á dýnu) að körfu þar sem í voru tölustafir.

Þá var eins gott að vera ekki búin(n) að gleima tölustafnum sínum því næst var að finna tölustafinn í körfunni og setja hann undir rétta keilu. (Keilur merktar með tölustöfum frá einum og upp í sex) Að því loknu var hoppað jafnfætis til baka og talan skrifuð á spjaldið með tússpennanum, og svo var bara haldið áfram með næstu tölu sem upp kom á teningnum.

Þegar tíminn sem við höfðum var að verða búinn var skoðað hvað var komið undir keilurnar og hvert stykki talið og flokkað eins og tími vannst til. Þennan daginn var það tölustafurinn fimm sem vann samkepnina um vinsælasta talan, en það voru alls átján fimmur undir keilunni.

© 2016 - 2024 Karellen