news

Læsisátak elstu barna

23. 10. 2019


Guli hópur - Læsisátak

Fimmtudaginn 7. nóvember heimsækjum við bókasafnið okkar í Stóru-Vogaskóla. Þar mun hún Svava bókasafnskennari taka á móti okkur og sýna okkur safnið. Einnig ræðir hún við okkur um meðhöndlun bóka og les svo fyrir hópinn.

Þessi ferð er farin á þeim tíma sem börnin eru alla jafna í vettvangsferð.

Jafnhliða bókasafnsheimsókninni ætlum við að leggja enn meiri áherslu á bækur og lestur í leikskólanum og heima. Við vonum að þið foreldrar séuð til í að hjálpa okkur með verkefnið og lesið fyrir börnin ykkar. Hann Lubbi okkar ætlar að

láta hvert og eitt barn fá bein sem þau eiga að taka með sér heim og klippa út.Á beinið skráið þið svo nafn og höfund hverrar bókar sem þið lesið, komið með það í leikskólann og færið Lubba beinið.Hann er nefnilega að safna í beinafjall.

Við munum svo vinna áfram með beinin úr fjallinu á ýmsan máta, t.d. telja þau og flokka og skoða hvað stendur á hverju beini.