Karellen
news

Guli hópur - Vettvangsferð á bókasafnið

15. 11. 2019

Núna í byrjun nóvember, eða fimmtudaginn 7. Nóvember, notuðum við í gula hóp vettvangsferðina okkar í það að fara í heimsókn til hennar Svövu á bókasafninu.Þar var einstaklega vel tekið á móti okkur.

Svava las fyrir okkur bókina Enginn sá hundinn eftir Hafstein Hafsteinsson. Sagan í bókinni er um hund sem fannst hann heppinn að fá nýtt heimili. Nýja heimilið hanns reyndist öðruvísi en hann hélt að það yrði. Fyrst voru þó allir voða ánægðir að leika saman úti og inni en brátt var svo komið að mannfólkið sat bara allan daginn með nefið ofan í einhverju „ljósspjaldi“ og hafði engan tíma til að leika eða fara út í göngutúr.

Eftir lesturinn fengum við aðeins að skoða okkur um á safninu og þar hittum við einnig gamla vini og kunningja úr 1. Bekk.Á leiðinni til baka í leikskólan stoppuðum við líka aðeins á lóðinni við grunnskólan og lékum okkur aðeins áður en við urðum að drífa okkur heim í hádegismatinn.

© 2016 - 2024 Karellen