Karellen
news

Enn ein vikan liðin

12. 10. 2018

Héðan af Háabjalla er allt gott að frétta og hefur lífið bara gengið sinn vana gang. Við héldum upp á afmæli leikskólans okkar í upphafi vikunnar og í dag föstudag mættu margir, bæði börn og starfsfólk í einhverju bleiku.

Glámur og Skrámur hafa hlotið þann heiður að vera vinsælir þessa vikuna, sem og vikuna á undan, og þó einkum og sér í lagi sagan um það þegar þeir heimsækja sælgætislandið þar sem allir hafa misst tennurnar sínar sökum sælgætis áts.

Græni og rauðihópur fóru í "íþrótta-vettvangsferð" þar sem börnin voru að nýta hluti of fyrirbæri í umhverfinu til að efla hreyfifærnina sína, en síðastliðna helgi, eða laugardaginn 6. október fóru hópstjórarnir þeirra á ráðstenfu Samtaka Heilsuleikskóla sem haldin var á Akureyri. Þar hlustuðum við meðal annars á fyrirlestur frá henni Sabínu Steinunni Halldórsdóttur en hún hefur unnið mikið og gott starf um það hvernig efla megi hreyfifærni barna með því að nýta umhverfið. Þannig eru allar línur til dæmist tilvaldar til að æfa jafnvægið á ýmsan máta. Það er hægt að klifra upp á eitthvað og hoppa niður og/eða sem lengst... og þarf það ekki að vera úr neinni hæð. Við á Háabjalla eigum sko alveg örugglega eftir að nýta okkur hugmyndir frá henni Sabínu í framtíðinni,

Ég læt í lokinn fylgja nokkrar myndir eins og venjulega og vona að allir eigi góða helgi framundan.



© 2016 - 2024 Karellen