Karellen
news

Sumar og sól

28. 05. 2019

Sól, sól skín á mig

Við notuðum góða veðrið til að halda sameiginlega söngstund úti og þar sem sólin er farin að sýna sig meira og meira er gott að huga að sólarvörn í hólfum barnanna.

Sullið er alltaf vinsælt í hópastarfi á Lágabjalla og njóta þau sín í botn í vatninu.

Elstu börnin í bláa hóp eru dugleg að æfa sig að klæða sig sjálf fyrir vettvangsferðir. Þó að það taki sinn tíma, þá erum við ekkert á hraðferð.

Umhverfisvika verður á leikskólanum 3. – 6. júní og ætlum við að vera dugleg að fegra umhverfið í kringum leikskólann okkar.

5. júní förum við í garðvinnu á leikskólalóðinni kl. 17 – 19. Foreldrar, börn og starfsfólk sópa, gróðursetja og gera lóðina fína fyrir sumarið. Boðið er upp á rjúkandi góða súpu eftir góða vinnu.

Íþróttadagur er 11. júní. Þá förum við út með fjölbreytt íþróttadót í hópastarfi og höfum gaman saman.

Sumarhátíð Suðurvalla er 20. júní og verður hún nánar auglýst síðar. Foreldrum er boðið að koma á hana.

Sumarfrí leikskólans er 8. júlí – 13. ágúst. 12. ágúst er starfsdagur Suðurvalla.

Höfum það gott í sumar.

Starfsfólk Lágabjalla

© 2016 - 2024 Karellen