Karellen
news

Nóvember fréttir

15. 11. 2019

Nýr starfsmaður Lágabjalla - Eva María

Eva María bættist í starfsmannahópinn okkar á Lágabjalli og verður hjá okkur frá kl. 8.00 – 16.00

Bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Lubbi

Við erum mikið að syngja Lubbalög á Lágabjalla og byrjum við á stöfunum A, B, M og N.

Börnin læra hvað stafirnir segja ásamt því að gera táknin með hljóðunum.

Hægt að lesa nánar um Lubbaverkefnið á www.lubbi.is og einnig mælum við með bókinni Lubbi finnur málbein en með henni fylgir geisladiskur með öllum lögunum.

Við viljum vekja athygli á blaði sem hangir uppi í fataklefa „Hljóðaklettar Lubba“.Þeir gefa góða vísbendingu um hvort barn fylgi dæmigerðri framvindu í tileinkun málhljóðanna.Hvetjum alla til að lesa það.

Bangsadagur

Alþjóðlegi bangsadagurinn var haldinn 27. október.Af því tilefni komu hress Lágabjallabörn með uppáhalds bangsan sinn í leikskólann.

Aðlögun

13 börn verða á Lágabjalla í vetur.Þetta er yndislegur hópur af kátum börnum og hlökkum við til að kynnast þeim betur þegar líður á veturinn.

Foreldramorgunverður

3. desember verður foreldramorgunverður á Suðurvöllum.Nánar auglýst þegar nær dregur.

Foreldrasamtöl 4 - 7 nóvember

Foreldrasamtöl voru haldin í síðustu viku og var 100% mæting foreldra í þau.

Kærar kveðjur, starfsfólk Lágabjalla

© 2016 - 2024 Karellen