Karellen
news

Marsmánuður

07. 03. 2019

Leikur að læra

Eins og þið öll hafið tekið eftir þá erum við með Leikur að læra verkefni inn í fataklefa, alla þriðjudags- og fimmtudagsmorgna. Þá gera börnin eitt verkefni með foreldrum sínum eins og stendur á blaði upp á vegg. Verkefni dagsins í dag var t.d. að taka 2 dýr úr kassanum og skríða með inn á deild. Þeim finnst þetta spennandi og eru ótrúlega flink að fara eftir fyrirmælum dagsins.

Lubbi

2x í viku eru skipulagðar Lubbastundir í samveru. Lubbi er fjárhundur og langar mikið til að læra að tala. Við hjálpum honum að læra íslensku málhljóðin með söng og myndum.Þeir stafir sem við leggjum inn á Lágabjalla eru A, B, M og N.

Öskudagur

Mikið fjör var á öskudeginum hjá okkur og voru mörg hver hissa og glöð að sjá alla í búning og máluð í framan. Allar deildir hittust á sal og var kötturinn sleginn úr tunnunni, allir fengu ís og svo dönsuðum við og sungum saman.

Útivera

Við höfum verið heppin með veður undanfarna daga og verið dugleg að fara út. Þau fá útrás fyrir þeim grófhreyfingum sem ekki er hægt að stunda inni, við fáum okkur ferskt loft, styrkjum okkur og eflum.

© 2016 - 2024 Karellen