news

Gleðilegt sumar

08. 05. 2019

Gulur dagur 24 apríl

Gulur dagur var haldinn í leikskólanum 24. apríl sl. í tilefni af sumardeginum fyrsta og svo er sólin að hækka á lofti og farin að sýna sig meira. Börnin og starfsfólk komu í gulum fötum með bros á vör og kölluðu fram gulu sólina með söng.

Leikur að læra og bókaormurinn

Leikur að læra foreldraverkefnið er komið í sumarfrí en við höldum áfram að vinna með verkefnið í daglegu starfi okkar.

Bókaormurinn okkar er svo á sínum stað og stækkar og stækkar og nær hann inn í matsal eins og staðan er í dag. Enn er hægt að bæta við hann miðum en þá er hægt að nálgast í fataklefanum.

Við á Lágabjalla óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn.