news

Fréttir af Lágabjalla

28. 03. 2019

Dansilög

Hókí pókí, Fugladansinn og Söngvasveinar eru vinsæl hreyfilög um þessar mundir. Þau eru dugleg að taka þátt og reyna að gera allar hreyfingarnar með.

Leikur að læra

Leikur að læra er í fullum gangi og eru þau mjög klár að ná þeim fyrirmælum sem við leggjum fyrir þau.

Áherslur Lágabjalla eru: grunnlitirnir, dýr og dýrahljóð, fötin, myndin af mér og táknið mitt, nöfn okkar og hópsins og telja upp í 5.

Vettvangsferð

Elstu börnin á Lágabjalla fara 1x í viku í vettvangsferð þar sem nánasta umhverfið er skoðað. Við finnum hin ýmsu form náttúrunnar, sjáum allskonar liti, finnum lyktina af trjánum og náum okkur í efnivið til að vinna með á leikskólanum. Einnig styrkjum við líkamann okkar og úthaldið eykst.

Garðskáli

Börnin settu niður fræ í blómapotta m.a. sólblóm, kirsuberjatómata og Daisy sem við ætlum að fylgjast með vaxa fram á vorið. Garðskálinn okkar var tekinn í gegn um daginn og verður meira nýttur til garðyrkjun og listir.