Karellen
news

Fréttir af Lágabjalla

10. 12. 2018

Það hefur ýmislegt spennandi verið gert í október, nóvember og það sem af er desember.

Bleikur dagur (gegn krabbameinum hjá konum) var 12. október og mættu börn og starfsfólk í bleikum fötum þann daginn.

Foreldraviðtöl fóru fram í byrjun nóvember og var toppmæting í þau öll. Þetta er góður og yndislegur hópur sem við erum með inn á Lágabjalla.

Grænn dagur (dagur eineltis) var haldinn 8. nóvember. Þá mættu allir í einhverju grænu og extra áhersla lögð á vináttu.

Dagur íslenskra tungu var haldinn 16. nóvember. Börnin komu með bók að heiman og voru nokkrar af þeim lesnar við góðar undirtektir.

Starfsmannabreytingar voru á Lágabjalla þegar Helga Rut flutti sig um set og varð deildarstjóri á Lyngbjalla.

Hulda S. kom til okkar af Lyngbjalla.

© 2016 - 2024 Karellen