Karellen
news

Apríl fréttir

11. 04. 2019

Blár dagur

2. apríl sl. var blár dagur í leikskólanum sem var dagur einhverfa. Það var því gaman að sjá hve margir mættu í bláum fötum til að sýna einhverfum stuðning og samstöðu.

Söngstund

Sameiginleg söngstund er haldin í leikskólanum á miðvikudögum. Deildirnar skiptast á að velja lögin og reyna allir að taka undir. Vinsælustu lögin á Lágabjalla um þessar mundir eru m.a.:

  • Tombai
  • Við erum söngvasveinar
  • Dúkkan hennar Dóru
  • Hátt uppí fjöllunum
  • Fingralagið
  • Allur matur
  • Afi minn og amma mín
  • Fimm litlir apar
  • Gulur, rauður

Bókaormur í apríl

Lestrarátak Suðurvalla er núna í apríl og hvetjum við foreldra til að taka sér miða sem er í fataklefanum og skrifa niður þær bækur sem lesnar eru heima með börnunum. Miðinn er svo settur upp á vegg á bókaorminn í miðhúsi leikskólans, sem lengist og lengist þegar líður á mánuðinn.

© 2016 - 2024 Karellen