Karellen

Fatnaður

Við leggjum áherslu á að hafa fataherbergin í leikskólanum töskulaus, fyrir ofan hólf barnanna eru körfur merktar þeim og í þær þarf að setja aukaföt. Aukaföt sem nauðsynlegt er að hafa í körfu barnsins eru:

  • 2 nærbuxur
  • 1 nærbol
  • 1 sokkabuxur
  • 1 buxur
  • 1 langermabol
  • 1 stuttermabol
  • 2 sokka

Útivera er fastur liður í dagskipulagi dagsins. Íslenskt veðurfar er fjölbreytt og því þurfa börin að eiga:

  • Úlpu
  • Kuldabuxur eða kuldagalla
  • Regnjakka
  • Regnbuxur
  • Húfu
  • Vettlinga
  • Ullarsokka
  • Hlýja peysu
  • Kuldaskó
  • Stígvél
  • Strigaskó

Foreldrar bera ábyrgð á að barnið hafi alltaf hrein aukaföt í körfunni. Góð regla er að foreldrar yfirfari hólfin daglega og haldi þeim snyrtilegum.

Foreldrar vinsamlegast athugið að þurrkofnar eru einungis ætlaðir starfsfólki, stundum þarf að þurrka föt barnanna eftir vettvangsferðir að morgni svo börnin komist út eftir hádegi. Þegar barn er sótt taka foreldrar blaut og óhrein föt með sér heim.


© 2016 - 2024 Karellen